Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 26. júlí 2016 23:00
Alexander Freyr Tamimi
Totti: Skelfilegt að Higuain hafi farið í Juventus
Totti er einn allra tryggasti fótboltamaðurinn.
Totti er einn allra tryggasti fótboltamaðurinn.
Mynd: Getty Images
Roma-goðsögnin Francesco Totti lýsir yfir vanþóknun sinni með fótboltamenn dagsins í dag eftir að Gonzalo Higuain gekk í raðir Juventus frá Napoli fyrir 90 milljónir evra í kvöld.

Totti segir enga tryggð vera í fótboltanum í dag. Sjálfur er hann búinn að spila alla ævi með Roma og hefur hafnað fjölmörgum tilboðum annars staðar frá.

„Nútímaleikmenn eru örlítið eins og málaliðar. Þeir elta peningana, ekki hjartað. Ekki margir íþróttamenn fylgja hjartanu, þeir ákveða að færa sig til að vinna bikara og fá meiri peninga," sagði Totti við Gazzetta dello Sport.

„Fótboltinn hefur tekið miklum breytingum, þetta snýst allt um peninga núna. Leikmenn skipta alltaf um lið til að fá meiri peninga, þetta snýst meira um peningana en ástríðuna."

„Fólk fer á völlinn til að njóta sín og sjá leikmenn sem munu alltaf spila fyrir liðið þeirra. Það vill ekki vera svikið. Sjáið hvað gerðist með Higuain, að yfirgefa Napoli fyrir Juventus, þetta er skelfilegt."

„En það virðist vera frekar eðilegt fyrir erlendan leikmann í dag að fara í annað lið sem hann getur grætt meiri peninga. Þetta er hugarfarsvandamál."

Athugasemdir
banner
banner