Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. júlí 2017 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Matti og félagar í góðri stöðu gegn Celtic
Mynd: Getty Images
Celtic 0 - 0 Rosenborg

Matthías Vilhjálmsson spilaði síðustu 10 mínúturnar þegar norsku meistararnir í Rosenborg gerðu markalaust jafnefli gegn skosku meisturunum í Celtic á Celtic Park í Skotlandi í kvöld.

Leikurinn var í 3. umferð í forkepnni Meistaradeildar Evrópu.

Matthías er að eiga frábært tímabil með Rosenborg.

Í kvöld var hann þó á bekknum, alveg fram á 80. mínútu. Hann kom þá inn á og spilaði síðustu 10 mínúturnar.

Matthías fékk gult spjald nánast um leið og hann kom inn á.

Leiknum lauk með 0-0 jafntefli, en það verða að teljast góð úrslit fyrir Rosenborg. Seinni leikurinn er eftir viku.

Fyrrum lið Matta, FH, var einnig að keppa í Meistaradeildinni í kvöld. Þeir töpuðu með minnsta mun gegn slóvensku meisturunum í Maribor. Lestu nánar um þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner