Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 26. júlí 2017 21:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Víkingaklappið tekið í Kastalanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Ísland hafa verið magnaðir á Evrópumótinu í Hollandi. Þetta er annað sumarið í röð þar sem íslenskir stuðningsmenn stela senunni á stórmóti!

Í kvöld töpuðu íslensku stelpurnar sínum lokaleik á mótinu.

Ísland mætti Austurríki og átti aldrei séns, lokatölur 3-0.

Þrátt fyrir þennan slaka leik og þessi vondu úrslit var víkingaklappið, sem allir þekkja, tekið að leik loknum.

Það hefur myndast hefð fyrir því að leikmenn landsliðsins, bæði karla og kvenna, taki víkingaklappið eftir leiki með stuðningsmönnum.

Það var að sjálfsögðu gert í kvöld, í Kastalanum í Rotterdam, en hér að neðan má sjá myndband af því.

Það er Twitter-síða Evrópumótsins sem deilir myndbandinu, en þeir eiga greinilega eftir að sakna íslensku stuðningsmannanna.




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner