Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mið 26. júlí 2017 22:14
Arnar Daði Arnarsson
Sif: Hvað á maður að segja?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir varnarmaður íslenska landsliðsins var nú nokkuð brött í viðtali eftir 3-0 tap Íslands í lokaleik sínum á EM í Hollandi.

Uppskeran á mótinu er rýr, liðið fer heim stigalaust eftir þrjá leiki. Frammistaða liðsins í kvöld var ekki upp á marga fiska.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  3 Austurríki U20

„Þær skoruðu fleiri mörk en við, það er ekki mikið meira en það."

„Mér fannst þetta vera 50/50 leikur og síðan fáum við tvö mörk á okkur á stuttu millibili. Eftir það var þetta erfitt," sagði Sif sem segir stelpurnar allar vera svekktar.

„Hvað á maður að segja? Við töpuðum þessu en svona eru íþróttirnar. Þetta gekk ekki upp í dag."

Sif var beðin um að lýsa mótinu í þremur orðum.

„Takk fyrir stuðninginn!" sagði Sif og hélt áfram.

„Þetta var algjörlega mót okkar stuðningsmanna og ég vil þakka stuðningsmönnum og ykkur fjölmiðlamönnum fyrir. Þið hafið verið frábær í umfjöllun og stuðningsmennirnir sem hafa fylgt okkur og verið heima og fylgst með. Við komum sterkari til baka það er alveg klárt."

Spilamennska liðsins olli mörgum vonbrigðum og þá sérstaklega sóknarleikur liðsins.

„Þetta var ekki alveg eins og við vorum búnar að teikna þetta upp en við vissum að öll liðin í riðlinum væri sterk og kvennaknattspyrna hefur tekið þvílíkt stökk á síðustu fjórum árum. Við vissum hvað við værum að fara út í og því miður eru þetta smáatriði. Við bætum okkur og stöndum saman sem lið. You win some you lose some. Við þurfum að spyrna okkur upp frá botninum og undirbúa okkur fyrir haustið."

Viðtalið við Sif má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner