mið 26. júlí 2017 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu muninn á stuðningnum við Ísland og Austurríki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði öllum leikjum sínum á Evrópumótinu í Hollandi.

Frammistaðan inn á vellinum var ekki góð, en fyrir utan hann voru stuðningsmenn íslenska liðsins magnaðir.

Vinsæl skoðun hefur myndast á Twitter að Ísland sé með langbestu stuðningsmenn mótsins.

„Ef að frammistaða leikmanna væri á pari við frammistöðu stuðningsmanna þá værum við á leið í úrslitin #emrúv #fotboltinet," skrifar Birkir Björnsson á Twitter.

Í kvöld tapaði Ísland 3-0 gegn Austurríki í Rotterdam. Frammistaðan á vellinum var ömurleg, en þrátt fyrir það hættu Íslendingar í stúkunni ekki að syngja!

Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir muninn á íslenskum stuðningsmönnum og austurrískum stuðningsmönnum í kvöld. Íslendingar voru í miklum meirihluta!




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner