Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. ágúst 2014 18:00
Magnús Már Einarsson
Riise: Magath búinn að sturta öllu í klósettið hjá Fulham
John Arne Riise.
John Arne Riise.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Felix Magath.
Felix Magath.
Mynd: Getty Images
John Arne Riise, fyrrum leikmaður Fulham, segir að Felix Magath sé búinn að eyðileggja allt hjá félaginu.

Magath tók við Fulham á síðasta tímabili og náði ekki að bjarga liðinu frá falli í ensku úrvalsdeildinni.

Fulham hefur tapað fyrstu fjórum leikjum tímabilsins í Championship deildinni og Magath hefur legið undir gagnrýni að undanförnu.

,,Með því að fá hann þá sturtuðu þeir öllu í klósettið hjá félaginu. Aðferðir hans eru úr fortíðinni," sagði Riise.

,,Ég talaði við nokka leikmenn eftir leikinn gegn Derby um helgina (sem tapaðist 5-1). Þegar þeir komu aftur til London skipaði hann leikmönnum að mæta á fund klukkan 22:30."

,,Morguninn eftir (sem er vanalega frídagur) var leikmönnum skipað að hlaupa í klukkutíma og síðan áttu þeir að mæta aftur á æfingu klukkan 14:30. Þetta er ekki leiðin til að fá strákana í gang. Æfingaaðferðirnar eru skelfilegar."


Riise fór frá Fulham í vor og er án félags í augnablikinu. Hann er allt annað en ánægður með Magath.

,,Allar fótboltaæfingar eru taktík, 11 á móti 11. Hann stoppar leikinn á fimm mínútna fresti. Þetta er synd. Ég hef áhyggjur af Fulham."

,,Ábyrgðin liggur hjá Magath og stjórnarmönnunum. Þeir vissu hvað þeir myndu fá hjá þessum náunga. Ég kann mjög vel við Fulham. Þetta er alvöru fjölskyldufélag með frábæran leikvang en Magath er búinn að sturta þessu öllu niður í klósettið."

Athugasemdir
banner
banner