Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. ágúst 2014 19:15
Elvar Geir Magnússon
Samuel Eto'o til Everton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn reynslumikli Samuel Eto'o hefur skrifað undir tveggja ára samning við Everton.

Eto'o er 33 ára kamerúnskur landsliðsmaður en hann yfirgaf Chelsea eftir síðasta tímabil þegar samningur hans rann út.

Jose Mourinho ákvað að gefa honum ekki nýjan samning.

Eto'o hefur fjórum sinnum hlotið titilinn knattspyrnumaður ársins í Afríku og skoraði 12 mörk í 35 leikjum fyrir Chelsea. Henn kom til félagsins frá Anzhi Makhachkala í Rússlandi.

Eto'o hóf sinn atvinnumannaferil hjá Real Madrid en sló í gegn hjá erkifjendunum í Barcelona. Hann vann tvívegis Meistaradeildina með Börsungum og skoraði í úrslitaleiknum í bæði skiptin. Þá varð hann spænskur meistari þrívegis.

Eto'o hélt til Inter 2009 og vann Meistaradeildina aftur á fyrsta tímabili sínu hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner