þri 26. ágúst 2014 21:15
Elvar Geir Magnússon
„Leikmenn Man Utd skilja ekki þetta kerfi"
Viðbrögð eftir 4-0 sigur MK Dons á Man Utd
Louis van Gaal gáttaður.
Louis van Gaal gáttaður.
Mynd: Getty Images
Martröð Manchester United heldur áfram en liðið tapaði 4-0 fyrir MK Dons í enska deildabikarnum í kvöld. Hreint ótrúleg úrslit en nánar má lesa um leikinn með því að smella hérna.

Steve Claridge, sparkspekingur BBC, hafði þetta að segja eftir leikinn:

„Það var ótrúlegt að sjá gæðaleysið hjá Manchester United í þessum leik. Það verður þó að hrósa MK Dons fyrir frábært starf. Liðið gerði þetta á fullkominn hátt og í hreinskilni þá átti það leikinn. Manchester United var það lélegt að erfitt er að trúa því," sagði Claridge.

„Leikmenn Manchester United vildu hverfa af vellinum í lokin. MK Dons spilað ótrúlega vel. Louis van Gaal lét menn spila út úr stöðum og notaði leikkerfi sem hentaði mönnum ekki. Leikmenn vissu ekki hvað eir voru að gera og hvað þeir voru að spila. Leikmenn eru ekki þetta slæmir en skilja ekki leikkerfið."

Kallað hefur verið eftir því að Van Gaal hætti við áætlanir sínar um að nota 3-5-2 leikkerfið í vetur eftir hræðilega byrjun á tímabilinu.

Hér að neðan má sjá það helsta af Twitter undir kassamerkinu #fotboltinet og einnig hressan hlátur frá Edin Dzeko...





















Athugasemdir
banner
banner
banner