Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. ágúst 2015 21:25
Arnar Geir Halldórsson
Enski deildabikarinn: Everton áfram eftir framlengingu
Lukaku kom sínum mönnum til bjargar
Lukaku kom sínum mönnum til bjargar
Mynd: Getty Images
Barnsley 3 - 5 Everton
1-0 Sam Winnall ('23 )
2-0 Marley Watkins ('28 )
2-1 Kevin Mirallas ('50 )
2-2 Steven Naismith ('58 )
3-2 Daniel Crowley ('59 )
3-3 Romelu Lukaku ('77 )
3-4 Marc Roberts ('96 , sjálfsmark)
3-5 Romelu Lukaku (´115)

Úrvalsdeildarlið Everton lenti í kröppum dansi gegn C-deildarliði Barnsley í enska deildabikarnum í kvöld.

Heimamenn í Barnsley leiddu í hálfleik með tveim mörkum gegn engu en Roberto Martinez, stjóri Everton, stillti upp sterku byrjunarliði.

Kevin Mirallas hóf endurkomu Everton í upphafi síðari hálfleiks og á 58.mínútu jafnaði Steven Naismith metin. Strax í kjölfarið náðu heimamenn svo aftur forystunni áður en Romelu Lukaku jafnaði í 3-3, þrettán mínútum fyrir leikslok.

Úrvalsdeildarliðið reyndist svo sterkara í framlenginunni og hafði að lokum betur, 5-3 lokatölur í hörkuleik.

Everton mætir Reading í næstu umferð bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner