Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. ágúst 2015 22:10
Arnar Geir Halldórsson
Fernando Llorente nálgast Sevilla
Llorente í leik með Juve
Llorente í leik með Juve
Mynd: Getty Images
Juventus hefur gefið Fernando Llorente grænt ljós á að yfirgefa félagið og er spænski framherjinn nú á leið í læknisskoðun hjá Sevilla samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.

Sevilla mun ekki þurfa að borga fyrir þennan stóra og stæðilega framherja þar sem hann hefur komist að samkomulagi við Juventus um að rifta samningi sínum við félagið.

Llorente átti tvö ár eftir af samningi við Juventus en hann á ekki lengur upp á pallborðið hjá Max Allegri, stjóra liðsins sem kýs frekar að notast við Mario Mandzukic í fremstu víglínu.

Llorente kom til Juventus árið 2013 og hefur skorað 23 mörk í 65 leikjum fyrir félagið en hann lék áður með Athletic Bilbao í spænska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner