Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. ágúst 2015 21:09
Arnar Geir Halldórsson
Pepsi kvenna: ÍBV lagði Fylki í fimm marka leik
Þórhildur var á skotskónum.
Þórhildur var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 3-2 Fylkir
1-0 Chloe Lacasse (´10)
1-1 Aivi Luik (´28)
2-1 Þórhildur Ólafsdóttir (´66)
2-2 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (´70)
3-2 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (Sjálfsmark) (´81)
Rautt spjald:Ruth Þórðar Þórðardóttir (´90)

Einn leikur fór fram í Pepsi deild kvenna í kvöld þar sem Eyjakonur fengu Fylki í heimsókn.

Chloe Lacasse kom heimakonum yfir snemma leiks en Aivi Luik svaraði fyrir gestina eftir tæplega hálftíma leik.

Staðan var svo jöfn þar til á 66.mínútu þegar Þórhildur Ólafsdóttir kom ÍBV aftur yfir. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir jafnaði hinsvegar metin skömmu síðar. Ólína varð hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark ellefu mínútum síðar.

ÍBV styrkir þar með stöðu sína í 5.sæti deildarinnar þar sem þær hafa 25 stig, tveim stigum minna en Þór/KA í næsta sæti fyrir ofan.

Fylkiskonur eru hinsvegar með 19 stig í 7.sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner