Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 26. ágúst 2016 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Liverpool Echo 
Echo: Liverpool hefur ekki áhuga á Joe Hart
Hart er væntanlega á förum frá Manchester City
Hart er væntanlega á förum frá Manchester City
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur ekki áhuga á markverðinum Joe Hart samkvæmt frétt frá Liverpool Echo í kvöld.

Hart er væntanlega á förum frá Manchester City eftir komu Claudio Bravo frá Barcelona. Líklegt þykir að City muni lána Hart fyrst um sinn.

Hann er þó ekki á leið til Liverpool þar sem Jurgen Klopp er ekki í leit að nýjum markverði. Þetta kemur fram í frétt frá Liverpool Echo í dag.

Liverpool keypti Loris Karius frá Mainz fyrir 4,7 milljónir punda í sumar til þess að berjast við Simon Mignolet um stöðuna og þá var Alex Manninger einnig fenginn sem þriðji markvörður.

Karius hefur verið að glíma við meiðsli, en búist er við því að hann komi aftur um miðjan september og því hefur Klopp ekki miklar áhyggur af markvarðarmálunum hjá sér.

Það er því spurning hvað verður um Joe Hart, en hann hefur einnig verið orðaður við Everton upp á síðkastið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner