Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. ágúst 2016 10:05
Elvar Geir Magnússon
Hart til í launalækkun fyrir Liverpool
Powerade
Félagarnir Willy Cabellero og Joe Hart.
Félagarnir Willy Cabellero og Joe Hart.
Mynd: Getty Images
Fabinho hjá Mónakó.
Fabinho hjá Mónakó.
Mynd: Getty Images
Rojo til Spánar?
Rojo til Spánar?
Mynd: Getty Images
Það eru nokkrir dagar í að glugganum verði lokað og fjölmiðlar slúðra eins og þeir eigi lífið að leysa.

Tottenham íhugar að gera tilboð í franska varnarmanninn Eliaquim Mangala (25) hjá Manchester City. Glugganum verður lokað í næstu viku. (ESPN)

Joe Hart (29), markvörður Manchester City, væri tilbúinn að taka á sig launalækkun til að ganga í raðir Liverpool. Margir stuðningsmenn Liverpool hafa kallað eftir því að Hart verði keyptur. (Sun)

Wilfried Zaha (23), vængmaður Crystal Palace, hefur sagt knattspyrnustjóranum Alan Pardew að hann vilji yfirgefa félagið. Tottenham hefur áhuga. (Daily Mail)

Veðbankar eru vissir um að Zaha verði leikmaður Spurs en stjórnarformaður Palace, Steve Parish, segir að fyrsta tilboð hafi verið fáránlegt. Parish segir engar líkur á að Zaha verði seldur. (Daily Star/TalkSport)

Crystal Palace mun kaupa franska miðjumanninn Moussa Sissoko (27) frá Newcastle í staðinn fyrir Zaha. (Times)

Southampton er að setja félagsmet með því að borga 21,2 milljónir punda fyrir sóknarmanninn Sofiane Boufal (22) hjá Lille. Boufal er frá Marokkó. (Daily Telegraph)

Lucas Perez (27) sóknarmaður Deportivo La Coruna mun skrifa undir fjögurra ára samning við Arsenal í dag. (Marca)

West Ham hefur náð samkomulagi við Juventus um að borga 24 milljónir punda fyrir framherjann Simone Zaza (25). Leikmaðurinn er í viðræðum við Lundúnafélagið. (Guardian)

Mónakó hefur sagt Manchester United að það þurfi að borga að minnsta kosti 25 milljónir punda fyrir hægri bakvörðinn Fabinho (22) sem á fjóra landsleiki fyrir Brasilíu. (L'Equipe, via Talksport)

Miðvörðurinn Jose Fonte (32) verður áfram hjá Southampton eftir að hafa fundað með stjórnarformanninum Ralph Krueger um framtíð sína. (Metro)

Juan Mata (28) er tilbúinn að vera áfram hjá Manchester United þrátt fyrir að eiga ekki öruggt sæti undir stjórn Jose Mourinho. (Daily Telegraph)

Napoli treystir á að Everton komi með tilboð í sóknarmanninn Manolo Gabbiadini (24) svo þeir geti krækt í Nikola Kalinic (28) frá Fiorentina. (Gazzetta dello Sport)

Valencia íhugar að gera tilboð í varnarmanninn Marcos Rojo (26) hjá Manchester United. (Deporte Valenciano)

Gabigol, Gabriel Barbosa (19), sóknarmaður Santos er á óskalista Manchester United og fleiri félaga. Hann gæti farið til Ítalíu og gengið í raðir Juventus eða Inter. (Gazzetta dello Sport)

Watford hefur komist að samkomulagi við Gent um 8,5 milljóna punda kaupverð á Sven Kums (28) en miðjumaðurinn verður í fyrstu lánaður til Udinese á Ítalíu, systurfélags Watford, út þetta tímabil. (Het Laatste Nieuws)

West Brom mun koma með nýtt og endurbætt tilboð í Jay Rodriguez (27). WBA ætlar að vinna Hull City í baráttunni um að fá þennan framherja Southampton lánaðan. (Birmingham Mail)

Newcastle United er í viðræðum um kaup á vinstri bakverðinum Achraf Lazaar (24) hjá Palermo. West Ham, Southampton og Crystal Palace hafa einnig sýnt Marokkómanninum áhuga. (Evening Chronicle)

Olympiakos og AEK Aþenu hafa áhuga á miðverðinum Joleon Lescott (34) hjá Aston Villa. (Sport24)

Crystal Palace hefur áhuga á sóknarmiðjumanninum Lucas Lima (26) sem er hjá Santos. (UOL Esporte)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur fengið til sín njósnarann Sandro Orlandelli hjá Arsenal. (Lance)
Athugasemdir
banner
banner