Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 26. ágúst 2016 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Ronaldo ekki í fyrsta landsliðshópi Portúgals eftir EM
Portúgal varð Evrópumeistari í sumar
Portúgal varð Evrópumeistari í sumar
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er ekki í fyrsta landsliðshópi Portúgals eftir sigurinn á Evrópumótinu í sumar. Hann hefur verið að glíma við meiðsli og var ekki talinn leikfær í þá leiki sem eru framundan.

Hinn 31 árs gamli Ronaldo leiddi Portúgal til sigurs á EM í sumar en hann fór meiddur af velli úrslitaleikum gegn Frökkum.

Hann hefur ekki spilað síðan í úrslitaleiknum en Portúgal spilar æfingaleik gegn Gíbraltar þann 1. september næstkomandi og fimm dögum síðar hefur liðið leik gegn Sviss í undankeppni HM.

Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals, hefur ákveðið að halda sig við sama kjarna og vann Evrópumótið í sumar en hópinn má sjá í heild sinni hér að neðan.

Markverðir: Rui Patricio (Sporting Lisbon), Anthony Lopes (Lyon), Eduardo (Dinamo Zagreb).

Varnarmenn: Joao Cancelo (Valencia), Cedric Soares (Southampton), Pepe (Real Madrid), Bruno Alves (Cagliari), Jose Fonte (Southampton), Luis Neto (Zenit St Petersburg), Raphael Guerreiro (Borussia Dortmund), Eliseu (Benfica).

Miðjumenn: William Carvalho (Sporting Lisbon), Danilo (Porto), Joao Moutinho (Monaco), Adrien Silva (Sporting), Andre Gomes (Barcelona), Joao Mario (Sporting Lisbon), Renato Sanches (Bayern Munich).

Sóknarmenn: Rafa Silva (Braga), Bernardo Silva (Monaco), Nani (Valencia), Ricardo Quaresma (Besiktas), Eder (Lille), Andre Silva (Porto).
Athugasemdir
banner
banner