fös 26. ágúst 2016 09:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ronaldo: Griezmann átti skilið að vera valinn bestur
Frá verðlaunaafhendingunni
Frá verðlaunaafhendingunni
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann, leikmaður Atletico Madrid átti skilið að vera valinn besti leikmaður Evrópu, samkvæmnt Cristiano Ronaldo sem hreppti hnossið í ár.

Ronaldo var valinn besti leikmaður Evrópu en hann hjálpaði Portúgal að verða Evrópumeistari í fyrsta skipti ásamt því að hann vann Meistaradeildina með Real Madrid.

Hann mætti einmitt Griezmann í báðum úrslitaleikjunum og hafði Ronaldo enn og aftur betur en Griezmann með því að vera valinn besti leikmaður Evrópu.

„Griezmann átti skilið að vinna þessi verðlaun. Hann tapaði tveim úrslitaleikjum svo hann var óheppinn. Hann er frábær leikmaður og góður drengur. Hann er líka nágranni minn. Hann mun vinna þetta einn daginn," sagði Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner