Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. ágúst 2016 10:22
Magnús Már Einarsson
Thierry Henry ráðinn aðstoðarþjálfari Belga (Staðfest)
Thierry Henry.
Thierry Henry.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, fyrrum framherji Arsenal, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins.

Henry verður aðstoðarmaður Roberto Martinez, fyrrum stjóra Everton, en hann tók við Belgum eftir EM í sumar.

Belgar duttu út í 8-liða úrslitum á EM í sumar og kjölfarið var Marc Wilmots rekinn.

Hinn 39 ára gamli Henry lagði skóna á hilluna árið 2014 en hann endaði ferilinn með New York Red Bulls í Bandaríkjunum.

Henry var í þjálfarahlutverki hjá Arsenal síðasta vetur en upp úr því slitnaði í sumar þegar Arsene Wenger þótti það ekki fara vel með starfi hans sem sérfræðingur hjá Sky Sports.
Athugasemdir
banner
banner