Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. ágúst 2016 20:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Meistararnir hefja titilvörnina með stórum sigri
Aron Jóhansson spilaði 64 mínútur hjá Werder Bremen
Bayern byrjar tímabilið ansi vel
Bayern byrjar tímabilið ansi vel
Mynd: Getty Images
Bayern 6 - 0 Werder
1-0 Xabi Alonso ('9 )
2-0 Robert Lewandowski ('13 )
3-0 Robert Lewandowski ('46 )
4-0 Philipp Lahm ('66 )
5-0 Franck Ribery ('73 )
6-0 Robert Lewandowski ('77 , víti)

Þýska Bundesligan fór aftur af stað í kvöld eftir sumarfrí. Bayern München hóf titilvörnina með stórum sigri gegn Aroni Jóhannssyni og félögum í Werder Bremen. Leikið var á Allianz Arena í München.

Pólski framherjinn Robert Lewandowski var í miklu stuði í kvöld og hann náði að skora þrennu fyrir Bayern München í leiknum. Hinn spænski Xabi Alonso, fyrirliðinn Philipp Lahm og Frakkinn Franck Ribery settu hin mörkin.

Framherjinn Aron Jóhannsson var mikið frá á síðustu leiktíð en hann var í byrjunarliðinu hjá Werder Bremen í kvöld. Hann var tekinn af velli á 64. mínútu þegar staðan var 3-0. Það hjálpaði ekki mikið til fyrir Bremen þar sem heimamenn gengu á lagið og bættu við þremur mörkum til viðbótar.

Lokatölur því 6-0 fyrir Bayern Müncheb og stórkostlegur sigur í fyrsta leik Carlo Ancelotti sem stjóri Bayern. Hann fer ansi vel af stað en það er ekki hægt að segja það sama um Aron Jóhannsson og hans félaga.
Athugasemdir
banner
banner