Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 26. september 2016 11:15
Fótbolti.net
Hófið - Tómatsósuáhrif í Vestmannaeyjum
Uppgjör 21. umferðar
Brynjar Gauti í hástökki.
Brynjar Gauti í hástökki.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fara þessi tvö lið niður?
Fara þessi tvö lið niður?
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Úr leik FH og Víkings.
Úr leik FH og Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það er aðeins ein umferð eftir af Pepsi-deildinni og mikil spenna fyrir lokaumferðina! Nú gerum við upp næst síðustu umferðina sem fram fór í gær en hún var vægast sagt tíðindamikil!

Leikur umferðarinnar: Fylkir 2 - 2 Þróttur
Liðin í fallsætunum gerðu jafntefli í fjörugum leik. Þróttarar eru formlega fallnir og Fylkismenn líklegir til að fylgja þeim niður. Erfitt sumar fyrir Árbæinga og þegar þeir geta ekki unnið Þróttara á heimavelli eiga þeir einfaldlega skilið að fara með þeim niður...
Lestu nánar um leikinn

Mark umferðarinnar: Aron Bjarnason
Aron hefur farið illa með mörg færi í sumar en flóðgáttir opnuðust í Vestmannaeyjum í gær og hann setti þrennu. Þessi hæfileikaríki leikmaður á mark umferðarinnar en það má sjá með því að smella hér. Eyjamenn eru nánast hólpnir.

Nenntessuekki umferðarinnar: Valur
„Við spiluðum ömurlegan varnarleik og það varð okkur að falli. Við höfðum engan áhuga á þessu," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, í viðtali eftir 4-0 tapið gegn ÍBV.

EKKI lið umferðarinnar:


Tómatsósuáhrif umferðarinnar: ÍBV
Eyjamenn hafa átt í miklum vandræðum með að skora í sumar en skoruðu skyndilega fjögur mörk. Alfreð Elías, þjálfari Eyjamanna, talaði um „ketchup áhrif" eftir leikinn. „Nú kom hlussan," sagði Alfreð.

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Willum
Willum Þór Þórsson hefur heldur betur raðað inn stigum síðan hann tók við KR-ingum. Ef stigin í deildinni eru tekin saman frá því að Willum tók við stjórnartaumunin kemur í ljós að KR er á toppi deildarinnar! KR vann Víking Ólafsvík í gær og draumurinn um Evrópusætið lifir enn góðu lífi.

Mistök umferðarinnar: Erlendur Eiríksson
Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Erlendur tók löglegt mark af Víkingi Ólafsvík. Risastór ákvörðun. Hann dæmdi að Þorsteinn Már Ragnarsson hefði brotið á Stefáni Loga markverði KR. Erlendur var fullkomlega staðsettur og furðulegt að sjá jafn góðan dómara gera svona mistök.

Augljósa víti umferðarinnar: Brotið á Ragnari Braga
Annar traustur dómari með stór mistök. Ragnar Bragi, leikmaður Fylkis, var augljóslega togaður niður í stöðunni 2-2 og hefði Fylkir því átt að fá víti, seint í leiknum. Vilhjálmur Alvar dæmdi ekkert. „Þetta var pjúra víti, alltaf þegar maður spyr þá, þá segjast þeir ekki hafa séð það," sagði Ragnar Bragi eftir leik.

Dómari umferðarinnar: Pétur Guðmundsson
Pétur var harðlega gagnrýndur fyrir dómgæsluna í Árbænum um daginn en lögregluvarðstjórinn var með allt á hreinu í sigri ÍBV gegn Val. Fékk 9 í einkunn frá okkar fréttaritara.

Endurtekning umferðarinnar: Fjölnir höndlar ekki mestu pressuna
Fjölnismenn halda áfram að tapa leikjum sem eru settir upp sem stórleikir fyrir liðið. 0-1 tap gegn Stjörnunni var kannski ekki verðskuldað en Grafarvogsliðið fellur á stóru prófunum.

Heimaleikjameistarar umferðarinnar: Víkingur Reykjavík
Víkingar hafa fengið flest stig allra liða á heimavelli í sumar. „Ef við hefðum bara spilað í Víkinni værum við Íslandsmeistarar, því miður er það ekki í boði," sagði Milos eftir 1-0 sigur Víkinga gegn FH.

Brot af #fotboltinet á Twitter:
















Athugasemdir
banner
banner