banner
   mán 26. september 2016 14:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 21. umferð: Stefnum á allavega stig í Kaplakrika
Leikmaður umferðarinnar - Aron Bjarnason (ÍBV)
Aron Bjarnason.
Aron Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum svolítið komnir með bakið upp við vegg en vissum samt að með sigri myndi það koma okkur í góða stöðu. Við sýndum að þegar við berjumst sem eitt lið þá er erfitt að stoppa okkur," sagði Aron Bjarnason, leikmaður ÍBV, um 4-0 sigurinn á Val í gær.

Aron skoraði þrennu í leiknum en hann er leikmaður 21. umferðar í Pepsi-deildinni hjá Fótbolta.net.

Eyjamenn hafa átt í vandræðum með að skora í sumar en hvað var öðruvísi í leikum í gær?

„Ætli það hafi ekki bara verið að við kláruðum nánast öll færin sem við fengum í gær. Við breyttum um kerfi eftir fyrstu 30 mínúturnar og ég fór fram með Gunnari Heiðari sem skilaði tveimur mörkum fyrir hálfleik og vörðumst síðan bara vel í seinni hálfleiknum."

Aron er kominn með fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Er hann sáttur með tímabilið?

„Já ég er þokkalega sáttur við það. Ég hef verið að spila vel stærstan hluta mótsins en gæti verið með fleiri mörk. Það var því mjög skemmtilegt að ná að klára loksins færin í gær."

ÍBV er þremur stigum á undan Fylki og með átta mörkum betri markamun fyrir lokaumferðina. Er sæti ÍBV tryggt í Pepsi-deildinni?

„Þetta er náttúrulega ekki alveg orðið 100% öruggt en við erum vissulega komnir í mjög góða stöðu. Það þarf mikið að gerast en við munum stefna á allavega stig í Kaplakrika," sagði Aron sem reiknar með að spila áfram í Eyjum næsta sumar.

„Ég á ár eftir af samningnum mínum við ÍBV þannig ég geri ráð fyrir því," sagði Aron að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 20. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Bestur í 19. umferð - Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Bestur í 18. umferð - Andreas Albech (Valur)
Bestur í 17. umferð - Damir Muminovic (Breiðablik)
Bestur í 16. umferð - Hallur Flosason (ÍA)
Bestur í 15. umferð - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur í 14. umferð - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Bestur í 13. umferð - Atli Viðar Björnsson (FH)
Bestur í 12. umferð - Róbert Örn Óskarsson (Víkingur R.)
Bestur í 11. umferð - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 10. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 9. umferð - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Bestur í 8. umferð - Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Bestur í 7. umferð - Davíð Þór Viðarsson (FH)
Bestur í 6. umferð - Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Bestur í 5. umferð - Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Bestur í 4. umferð - Einar Hjörleifsson (Vikingur Ólafsvík)
Bestur í 3. umferð - Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Bestur í 2. umferð - Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Bestur í 1. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner