banner
   mán 26. september 2016 09:59
Elvar Geir Magnússon
Huginn hélt lokahóf sitt áður en liðið féll á ótrúlegan hátt
Huginsmenn svekktir eftir niðurstöðu helgarinnar.
Huginsmenn svekktir eftir niðurstöðu helgarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Ein ótrúlegasta björgun sem sést hefur í íslenska boltanum átti sér stað í Inkasso-deildinni um helgina. Flestir voru búnir að bóka Leikni Fáskrúðsfirði niður fyrir lokaumferðina enda var markatala liðsins gríðarlega óhagstæð.

Fáskrúðsfirðingar unnu stórfurðulegan 7-2 sigur gegn HK í Kórnum á meðan Huginn tapaði á Selfossi 4-1.

Niðurstaðan var sú að Huginn féll með einu marki verri markatölu en Fáskrúðsfirðingar. Eitthvað sem enginn gat séð fyrir.

Kristófer Páll Viðarsson, leikmaður Leiknis, sagði í viðtali á Rás 2 í gær að Huginsmenn hafi væntanlega talið sig vera hólpna fyrir umferðina.

Huginn hélt lokahóf sitt fyrir rúmri viku, fyrir lokaumferðina. Þar voru bestu menn sumarsins verðlaunaðir og sumrinu í raun „slúttað" áður en það var búið. Afar sérstakt.

„Þeir héldu lokahófið sitt í síðustu viku. Ég held að það hafi verið vegna kostnaðar, svo þeir þyrftu ekki að fljúga þeim í hófið sem eru komnir suður í skóla. Ætli þeir hafi ekki verið sloppnir við fall í hausnum," sagði Kristófer á Sportrás Rásar 2 en hann skoraði fjögur mörk fyrir Leiknismenn á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner