Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. september 2016 12:01
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Jón Rúnar um bónusgreiðslu KSÍ: Í hæsta máti óeðlilegt
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samþykkt var á stjórnarfundi KSÍ í síðasta mánuði að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fengi sérstaka bónusgreiðslur vegna góðs árangurs í starfi í tengslum við riðlakeppni EM og úrslitakeppni Evrópumótsins.

Í júlí var samþykkt að aðrir starfsmenn sambandsins myndu fá launauppbót en ekki var þá gert ráð fyrir greiðslu til Geirs. Þetta segir Gylfi Þór Orrason, formaður fjárhagsnefndar KSÍ, í viðtali við Fréttablaðið.

„Starfsfólk KSÍ hefur unnið langt umfram það sem umsamið er og þá var komið til móts við það eins og í öðrum fyrirtækjum," segir Geir Þorsteinsson við blaðið en hann segir greiðslurnar innan eðlilegra marka.

Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH, segir við blaðið að hann telji óeðlilega hafa staðið að málum hjá KSÍ. Hann segir að KSÍ þurfi að upplýsa betur um hvaða heimildir séu fyrir greiðslunum og hvernig þær komu til.

„Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta í hæsta máti óeðlilegt," segir Jón Rúnar sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner