Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 26. september 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Labbadia rekinn frá HSV - Gisdol tekur við (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Markus Gisdol er búinn að skrifa undir samning við Hamburger SV og stýrir hann liðinu út tímabilið.

Hamburger rak Bruno Labbadia í gær eftir fjórða tap liðsins í röð, en liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með eitt stig eftir fimm umferðir.

Síðasta þjálfarastarf Gisdol var hjá Hoffenheim, sem hann stýrði í tvö og hálft ár áður en hann var rekinn fyrir ári síðan.

Hamburger er búið að staðfesta fregnirnar og stýrir Gisdol sinni fyrstu æfingu hjá félaginu í dag.

Rene Adler, Lewis Holtby og Johan Djourou eru meðal leikmanna félagsins, sem endaði um miðja deild á síðasta tímabili, fimm stigum fyrir ofan fallsæti og níu stigum fyrir neðan Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner