mán 26. september 2016 10:10
Magnús Már Einarsson
Lið 21. umferðar - Fjórir úr ÍBV
Hafsteinn Briem var frábær í sigri ÍBV.
Hafsteinn Briem var frábær í sigri ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn skoraði sigurmark KR.
Pálmi Rafn skoraði sigurmark KR.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
ÍBV fór mjög langt með að gulltryggja sæti sitt í Pepsi-deildinni með 4-0 sigri á Val í gær. Alfreð Elías Jóhannsson og Ian Jeffs eru þjálfarar umferðarinnar en sá síðarnefndi var reyndar fjarri góðu gamni í leiknum í gær vegna veikinda.

Eyjamenn eiga hvorki fleiri né færri en fjóra fulltrúa í úrvalsliðinu eftir þennan magnaða sigur. Aron Bjarnason skoraði þrennu og þeir Hafsteinn Briem, Mees Siers og Gunnar Heiðar Þorvaldsson áttu allir góðan dag.


Guðmundur Böðvar Guðjónsson skoraði sigurmark ÍA gegn Breiðabliki og Hafþór Pétursson var öflugur í vörninni í þeim leik.

Róbert Örn Óskarsson var bestur hjá Víkingi R. í sigri á Íslandsmeisturum FH og Sito var bestur á vellinum þegar Fylkir og Þróttur R. gerðu 2-2 jafntefli.

Pálmi Rafn Pálmason skoraði sigurmark KR gegn Víkingi Ólafsvík en Emir Dokara var besti maður Víkings Ó. þar.

Baldur Sigurðsson kom inn á sem varamaður og hjálpaði Stjörnunni að landa 1-0 sigri á Fjölni í mikilvægum leik í Evrópubaráttunni.

Sjá einnig:
Úrvalslið 20. umferðar
Úrvalslið 19. umferðar
Úrvalslið 18. umferðar
Úrvalslið 17. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner