Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. september 2016 18:00
Elvar Geir Magnússon
Líklegt að Xabi Alonso ljúki ferlinum með Bayern
Alonso í góðra vina hópi.
Alonso í góðra vina hópi.
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso segist reikna með því að leggja skóna á hilluna eftir dvöl sína hjá Bayern München.

Þessi 34 ára leikmaður hefur átt farsælan feril með Liverpool, Real Madrid og Bæjurum en hann hefur tvívegis unnið Meistaradeildina ásamt því að hafa landað gullverðlunum með Spáni á EM og HM.

„Ég býst við að Bayern verði mitt síðasta félag. Ég vil halda áfram að spila á þessum styrkleika á meðan hugur minn og líkami höndla það," segir Alonso.

„Það var á stefnuskránni hjá mér að spila á Ítalíu en ég sé ekki fram á að hafa tíma til þess. Helsta markmið mitt núna er að vinna Meistaradeildina með Bayern. Það er risastórt markmið, draumur sem ég vona að verði að veruleika."
Athugasemdir
banner
banner