Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. september 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Meiðsli Coquelin gætu verið alvarleg - Niðurstaða fæst í dag
Mynd: Getty Images
Francis Coquelin gæti verið frá í nokkra mánuði eftir að hafa farið meiddur af velli í 3-0 sigri Arsenal gegn Chelsea um helgina.

Liðslæknar Arsenal óttast að miðjumaðurinn verði frá í nokkra mánuði. Hann var frá í tvo mánuði á síðasta tímabili vegna meiðsla á hné og eru líkur á því að þetta séu sömu meiðsli.

Coquelin er búinn að gangast undir rannsóknir en dagsetning á mögulegri endurkomu verður ekki gefin út fyrr en niðurstaða fæst síðar í dag.

Frakkinn missir af næstu leikjum Arsenal, meðal annars gegn Birki Bjarnasyni og félögum í Basel á miðvikudaginn. Granit Xhaka er talinn vera næstur í goggunarröðinni en Mohamed Elneny er einnig heill heilsu og þá styttist í endurkomu Aaron Ramsey.

„Basel eru langt frá því að vera auðveldir andstæðingar. Þeir hafa unnið Man Utd, Chelsea og Liverpool á síðustu árum," hafði Arsene Wenger að segja um næstu mótherja Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner