Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. september 2016 18:30
Arnar Geir Halldórsson
Meiðsli Kane ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu
Harry Kane borinn af velli
Harry Kane borinn af velli
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Tottenham geta andað léttar eftir að í ljós kom að meiðsli Harry Kane eru ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, staðfesti þetta á blaðamannafundi í aðdraganda leiks Tottenham gegn CSKA Moskva í Meistaradeild Evrópu.

„Við höfum fengið niðurstöður og þær eru miklu, miklu betri en við þorðum að vona. Þetta eru mjög jákvæðar fréttir."

„Ég get samt ekki sagt hvenær hann verður klár. Ég er ekki læknir og það er erfitt að segja, þetta verða tvær til þrjár vikur,"
segir Pochettino.

Athugasemdir
banner