mán 26. september 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Milner: Liverpool er allt annað lið en í fyrra
Mynd: Getty Images
James Milner skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Liverpool gegn Hull um helgina og segist vera gríðarlega spenntur fyrir framhaldinu.

Milner segir liðið vera allt öðruvísi heldur en í fyrra, þegar lærisveinar Jürgen Klopp enduðu í áttunda sæti, tveimur stigum frá Evrópusæti.

„Mér finnst liðið vera öðruvísi heldur en í fyrra, allt öðruvísi. Á síðasta tímabili náðum við mjög góðum leikjum en það voru alltaf slæmir leikir inn á milli. Núna erum við öruggari og skiljum leikskipulagið mun betur," sagði Milner við LFC TV.

Milner er varafyrirliði Liverpool og hefur verið að spila sem vinstri bakvörður á tímabilinu til að leysa Alberto Moreno af hólmi.

„Gæðin í hópnum eru ótrúleg, það er samkeppni um hverja stöðu og enginn er með öruggt byrjunarliðssæti."
Athugasemdir
banner
banner
banner