Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. september 2016 10:30
Magnús Már Einarsson
Smalling: Rooney var eins í kringum leikinn á laugardag
Rooney var á bekknum á laugardag.
Rooney var á bekknum á laugardag.
Mynd: Getty Images
Chris Smalling segir að hegðun Wayne Rooney í kringum leikinn gegn Leicester á laugardag hafi verið eins og fyrir alla leiki.

Smalling var fyrirliði United í leiknum þar sem Rooney var á bekknum. Smalling segir að Rooney hafi sýnt sömu leiðtogahæfileika og vanalega fyrir leikinn.

„Hann var eins og vanalega fyrir leikinn þegar við vorum að gera okkur klára. Hann lætur oftast mest í sér heyra og það var eins á laugardaginn," sagði Smalling.

„Sama hvernig staðan er, sama fyrir hvaða leik og sama hvort að hann sé á bekknum eða að spila þá er hann alltaf sami karakterinn og þess vegna er hann aðalmaðurinn í enska landsliðinu og aðalmaðurinn hjá okkur."

„Hann er mjög reyndur og hefur spilað marga leiki. Þess vegna tel ég að það sé einungis tímaspursmál hvenær hann fer að skora aftur, því að hann hefur gæðin."

Athugasemdir
banner
banner
banner