banner
   mán 26. september 2016 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Totti hafnaði Milan og Real Madrid
Mynd: Getty Images
Arrigo Sacchi, fyrrverandi þjálfari Parma, Milan, Atletico Madrid og ítalska landsliðsins, segir að Francesco Totti hafi hafnað bæði AC Milan og Real Madrid á ferli sínum sem leikmaður.

Félögin sem Totti hafnaði eru eflaust fleiri, en Sacchi er búinn að deila sinni persónulegu reynslu af því að reyna að fá Totti til að yfirgefa Roma.

„Mér hefur alltaf líkað vel við Totti. Ég reyndi að fá hann til Milan á sínum tíma en það gekk ekki," sagði Sacchi, sem stýrði ítalska landsliðinu í fimm ár áður en hann tók við Milan.

„Svo reyndi ég að fá hann til Real Madrid þegar ég var yfirmaður knattspyrnumála þar, en það gekk ekki. Félaginu vantaði leikmann til að fylla í skarð Zinedine Zidane og ég fékk heimild til að gera allt í mínu valdi til að fá Totti, en hann vildi ekki yfirgefa Roma."

Sacchi telur að ferill Totti hefði getað orðið talsvert betri undir stjórn rétta þjálfarans.

„Totti hefur alltaf spilað fyrir liðið, allt sem hann gerir á vellinum er til að liðinu gangi betur.

„Zeman er eini þjálfari Roma sem komst nálægt því að fullnýta krafta Totti, sem hefði getað gert talsvert betri hluti á ferlinum ef hann hefði fengið fleiri þjálfara sem hentuðu honum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner