Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. september 2017 14:45
Elvar Geir Magnússon
Fabregas segir að enginn sé betri „nía" en Costa
Costa fær hlýjar kveðjur frá Fabregas.
Costa fær hlýjar kveðjur frá Fabregas.
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas segir að það sé mikill missir fyrir Chelsea að Diego Costa sé að fara til Atletico Madrid.

Costa verður löglegur með Atletico í janúar en spænski sóknarmaðurinn neitaði að æfa með Chelsea í sumar.

„Diego vissi það að samningur við Atletico myndi þýða það að hann gæti ekki spilað í nokkra mánuði, Þetta hefur verið erfið staða fyrir hann. Hann á skilið að vera á vellinum," segir Fabregas.

Costa og Fabregas komu báðir til Chelsea sumarið 2014 og aðstoðuðu félagið að vinna tvo úrvalsdeildartitla og deildabikarinn.

„Síðustu ár hefur ekki verið nein „hreinræktuð nía" sem er betri en hann. Við náum vel saman innan sem utan vallar og þekkjum hvorn annan út og inn. Hann er karakter sem hefur jákvæð áhrif á hópinn," segir Fabregas um Costa.
Athugasemdir
banner
banner
banner