banner
   þri 26. september 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forseti Juventus í bann - Tengsl við mafíuna
Andrea Agnelli.
Andrea Agnelli.
Mynd: Getty Images
Andrea Agnelli, forseti Ítalíumeistara Juventus, hefur verið dæmdur í eins árs bann fyrir þátt sinn í að selja miða á leiki til stuðningsmannahópa sem tengdir eru við mafíuna.

Hinn 41 árs gamli Agnelli var líka sektaður um 20 þúsund evrur og þá var félagið sektað um 300 þúsund evrur.

Agnelli var ásakaður um að selja miða á leiki liðsins, sem síðar voru seldir á miklu hærra verði, til "ultra-stuðningsmanna" sem sumir hverjir eru tengdir við glæpastarfsemi.

Hann og félagið ætla að áfrýja dómnum.

Juventus, sem er ríkjandi Ítalíumeistari, ætlar ekki að biðja Agnelli um að stiga til hliðar sem forseti félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner