Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 26. september 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Lokahóf hjá Þrótti R, Leikni F, Víði, KF og Dalvík/Reyni
Verðlaunahafar á lokahófi Þróttar.
Verðlaunahafar á lokahófi Þróttar.
Mynd: Þróttur
Jesus Suarez var bestur hjá Leikni F.
Jesus Suarez var bestur hjá Leikni F.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dejan Stamenkovic var bestur hjá Víði.
Dejan Stamenkovic var bestur hjá Víði.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Lokahóf Þróttar R. fór fram á laugardagskvöld. Besti leikmaður meistaraflokks karla var Hreinn Ingi Örnólfsson, en efnilegastur þótti Sveinn Óli Guðnason. Markahæstur var hins vegar Viktor Jónsson en hann var sömuleiðis valinn bestur af leikmönnum.

Diljá Ólafsdóttir var best, efnilegust þótti Sóley María Steinarsdóttir og markahæst reyndist vera Michaela Mansfield. Besti leikmaðurinn með mestu framfarirnar milli ára var valinn af leikmönnum: Agnes Þóra Árnadóttir.

Lokahóf Leiknis frá Fáskrúðsfirði fór fram á laugardaginn. Jesus Suarez var valinn bestur og Dagur Ingi Valsson efnilegastur. Kristófer Páll Viðarsson var meiddastur og Almar Daði Jónsson brjálaðastur.

Lokahóf Víðis í Garði var haldið um helgina. Dejan Stamenkovic fékk útnefninguna besti leikmaður sumarsins, í öðru sæti var Pawel Grudzonski og í þriðja sæti var Róbert Örn Ólafsson. Efnilegasti leikmaður var Arnór Smári Friðriksson og markahæsti leikmaður Víðis var Helgi Þór Jónsson.

Viðurkenningar voru veittar á lokahófinu og voru hjónin Unna G Knútsdóttir og Jón Ögmunds stuðningsmenn ársins. Guðlaug Helga Sigurðardóttir hlaut gullmerki Víðis.

Lokahóf KF fór fram á dögunum. Þar var Andri Freyr Sveinsson bestur og Vitor Vieira Thomas efnilegastur.

Dalvík/Reynir var einnig með lokahóf sitt á dögunum. Þar var Fannar Daði Malmquist Gíslason bestur og Rúnar Helgi Björnsson efnilegasur en hann er yngri bróðir markaskorarans Atla Viðars Björnssonar.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] ef þið hafið upplýsingar um verðlaunahafa á lokahófi hjá einhverju félagi.

Inkasso-deild karla:

Leiknir F.:
Bestur: Jesus Suarez
Efnilegastur: Dagur Ingi Valsson

Leiknir R.
Bestur: Eyjólfur Tómasson
Efnilegastur: Sævar Atli Magnússon

Þróttur R.:
Bestur: Hreinn Ingi Örnólfsson
Efnilegastur: Sveinn Óli Guðnason

1. deild kvenna:

Þróttur R.:
Best: Diljá Ólafsdóttir
Efnilegust: Sóley María Steinarsdóttir

2. deild karla:

Víðir Garði
Bestur: Dejan Stamenkovic
Efnilegastur: Arnór Smári Friðriksson

3. deild karla:

Berserkir:
Bestur: Jón Ivan Rivine

Dalvík/Reynir:
Bestur: Fannar Daði Malmquist Gíslason
Efnilegastur: Rúnar Helgi Björnsson

KF:
Bestir: Andri Freyr Sveinsson
Efnilegastur: Vitor Vieira Thomas

Þróttur V.:
Bestur: Kristján Pétur Þórarinsson
Athugasemdir
banner
banner
banner