Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. september 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho ánægður með að sleppa við bann
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er ánægður með að hafa sloppið við leikbann eftir að hafa verið rekinn upp í stúku í 1-0 sigrinum á Southampton um helgina.

Mourinho fór út úr boðvangi sínum og var kominn nánast inn á völlinn til að öskra skipanir til sinna manna.

Mike Jones, fjórði dómari, stöðvaði Mourinho en dómarinn Craig Pawson rak Portúgalann síðan upp í stúku. Mourinho verður því á sínum stað á bekknum gegn Crystal Palace um helgina.

Enska knattspyrnusambandið skoðaði málið og ákvað að dæma Mourinho ekki í bann.

„Ef mér er ekki refsað þá er það af því að það var engin ástæða til að reka mig út af," sagði Mourinho.

„Ég er ánægður með að þetta kom í ljós og að ég get sinnt starfi mínu aftur á eðlilegan hátt gegn Crystal Palace. Það er nóg fyrir mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner