Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. september 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Óskar Örn: Á erfitt með að sjá mig fara frá KR
Óskar Örn Hauksson.
Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar Örn Hauksson er að verða samningslaus eftir tímabilið en þessi 33 ára leikmaður KR-inga hefur lengi verið í hópi bestu leikmanna Pepsi-deildarinnar.

Hann segir í samtali við 433.is að hann ætli að klára tímabilið og skoða svo stöðuna.

„Ég veit í rauninni bara ekkert. Það er alltaf verið að tala um þjálfaramálin og slíka hluti, maður skoðar þetta bara þegar allt er komið í ljós," segir Óskar sem hefur verið hjá KR síðan 2007.

Í slúðurpakkanum í gær var sagt að Óskar væri á óskalistum Grindavíkur og Keflavíkur.

„Maður á erfitt með að sjá sig fara frá KR. Þetta skýrist eftir tímabilið."

Þá segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, við 433 hann þurfi að gefa Framsóknarflokknum svar á morgun hvort hann muni gefa kost á sér í framboð fyrir komandi kosningar.

„Ég hef ekki tekið endanlega ákvörðun, ég er nú bara að halda einbeitingu út tímabilið en það er ljóst að ákvörðun þarf að liggja fyrir á morgun," segir Willum en ef hann gefur kost á sér í framboð þarf hann að hætta þjálfun KR.

Tímabilið hefur verið vonbrigði fyrir KR-inga sem eiga ekki möguleika á því að krækja í Evrópusæti fyrir lokaumferð Pepsi-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner