Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 26. október 2014 08:00
Grímur Már Þórólfsson
Arsenal á höttunum á eftir Pedro
Pedro
Pedro
Mynd: Getty Images
Arsenal eru á höttunum eftir Pedro Rodriguez, leikmanni Barcelona en leikmaðurinn á að hafa beðið um að fá að fara í janúar.

Félagið var nálægt því að klófesta kappann í sumar, en félagsskiptu duttu upp fyrir á síðustu stundu en þeir fengu svo Alexis Sanchez í staðinn.

Arsene Wenger er þó enn mikill aðdáandi leikmannsins og núna gæti verið auðveldara fyrir Arsenað að fá hann þar sem fregnir frá Spáni herma að hann vilji fara frá börsungum.

Pedro er núna á eftir þeim Neymar og Luis Suarez í goggunarröðinni og þá eru einnig leikmenn á borð við Munir El-Haddadi og Sandro að brjóta sér leið inn í liðið.

Arsenal myndu líklegast þurfa að borga um 25 milljónir evra fyrir þennan 25 ára gamla leikmann.
Athugasemdir
banner
banner