Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. október 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Jóhann Helgason líklega hættur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Miðjumaðurinn Jóhann Helgason hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum en hann stefnir á að leggja skóna á hilluna.

Jóhann hefur spilað með uppeldisfélaginu sínu KA undanfarin tvö ár en hann lék áður með Grindavík frá 2006 til 2013 fyrir utan árið 2012 þegar hann var hjá KA.

„Ég hugsa að skórnir verði settir á hilluna. Mér finnst það líklegast eins og staðan er núna," sagði Jóhann við Fótbolta.net í dag.

„ Það er vitlaust að gera á nokkrum vígstöðum, það er vinna og fjölskylda og annað. Ég er að velta því fyrir mér að gefa því forgang núna."

„Það er staðan í dag. Það kemur síðan í ljós þegar fer að líða að vori hvernig mun höndla það."


Hinn 31 árs gamli Jóhann var fastamaður í liði KA í sumar og fyrirliði síðari hluta tímabils eftir að Atli Sveinn Þórarinsson neyddist til að leggja skóna á hilluna vegna hnémeiðsla.

Samtals hefur Jóhann skorað 39 mörk í 261 leik á ferli sínum með KA og Grindavík.
Athugasemdir
banner
banner