Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. október 2016 09:16
Magnús Már Einarsson
Arnar tekur tímabundið við Lokeren - Rúnar næsti þjálfari?
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Kristján Bernburg
Arnar Þór Viðarsson hefur tekið tímabundið við þjálfun belgíska félagsins Lokeren. Georges Leekens hefur verið rekinn úr starfi og Arnar hefur tekið við tímabundið við stjórnartaumunum.

Arnar er fyrrum leikmaður Lokeren en hann hefur undanfarið þjálfað varalið félagsins.

Landsliðsmennirnir Ari Freyr Skúlason og Sverrir Ingi Ingason spila með Lokeren en liðið er í 12. sæti af 16 liðum í belgísku úrvalsdeildinni. Lokeren er með tíu stig eftir tólf leiki en liðið tapaði 2-1 gegn KV Oostende á heimavelli í gærkvöldi.

Belgískir fjölmiðlar eru byrjaðir að orða Rúnar Kristinsson við þjálfarastöðuna hjá Lokeren til frambúðar.

Rúnar var rekinn frá Lilleström fyrr á þessu ári en hann spilaði með Lokeren frá 2000 til 2007. Rúnar er í miklum metum hjá belgíska félaginu en hann hefur áður verið orðaður við þjálfarastöðuna þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner