Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. október 2016 12:35
Elvar Geir Magnússon
Barton og Rangers reyna að grafa stríðsöxina
Barton í umræddum leik gegn Celtic.
Barton í umræddum leik gegn Celtic.
Mynd: Getty Images
Joey Barton fundar með stjórn Rangers í dag en það er fyrsta skrefið til að ákveða framtíð miðjumannsins. Barton hefur verið í agabanni frá æfingasvæði skoska stórliðsins eftir að hann reifst heiftarlega við knattspyrnustjórann Mark Warburton og liðsfélagann Andy Halliday.

Barton gagnrýndi varnarleik liðsins í 5-1 tapinu gegn erkifjendunum í Celtic þann 10. september.

Fyrst setti félagið hann í bann í viku en þegar hann sagði í útvarpsviðtali að hann ætlaði ekki að biðjast afsökunar var það bann framlengt um þrjár vikur til viðbótar.

Barton gekk í raðir Ranger frá Burnley í sumar og skrifaði undir tveggja ára samning.

Þessi 34 ára reynslubolti sagðist ætla að vera besti leikmaðurinn í Skotlandi eftir að hann skrifaði undir samning við Rangers en hefur ekki fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína þá átta leiki sem hann hefur spilað.

Barton hefur sagt að hann vilji snúa aftur og berjast fyrir sæti sínu hjá Rangers. Fréttir bárust af því að hann hafi flogið til Katar og farið að æfa Boot camp herþjálfun til að verða í geggjuðu formi þegar hann hefur æfingar aftur.

Þess má geta að Barton er undir rannsókn skoska knattspyrnusambandsins út af öðru máli en hann er sakaður um að hafa brotið strangar veðmálareglur sambandsins með því að veðja á 44 viðburði milli 1. júlí og 15. september á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner