Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. október 2016 23:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Guardiola án sigurs í sex leiki í röð í fyrsta skipti
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Það gengur ansi lítið hjá Manchester City þessa dagana eftir rosalega byrjun á tímabilinu.

Liðið hefur nú ekki unnið í sex leikjum í röð en það er í fyrsta skipti sem Pep Guardiola, þjálfari liðsins fer í gegnum svo marga leiki án sigurs.

Hann fór eitt sinn í gegnum fimm leiki í röð án sigurs á fyrsta tímabili sínu með Barcelona en þá gerði hann þrjú jafntefli og tapaði tveim en það var í mars 2009.

Barcelona kom til baka og vann sjö leiki í röð eftir það og vann að lokum spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeild Evrópu það tímabil.

City er enn á toppi deildarinnar þrátt fyrir slakt gengi en nú eru þeir dottnir úr enska deildabikarnum og þurfa að vinna tvo af þrem síðustu leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu til að komast í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner