Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. október 2016 18:30
Magnús Már Einarsson
Jenkinson spilaði í fyrsta skipti með Arsenal í meira en tvö ár
Jenkinson í leiknum í gær.
Jenkinson í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Carl Jenkinson spilaði í gær sinn fyrsta leik með Arsenal síðan vorið 2014.

Hinn 24 ára gamli Jenkinson hefur verið síðustu tvö tímabil í láni hjá West Ham og hann missti af byrjun núverandi tímabils vegna meiðsla.

Hector Bellerin er á undan Jenkinson í röðinni hjá Arsenal en sá síðarnefndi fékk sénsinn í 2-0 sigri á Reading í gær.

„Ég vona að ég hafi ennþá hlutverk í liðinu en við sjáum hvort svo sé, er það ekki?" sagði Jenkinson eftir leikinn í gær.

„Hector hefur staðið sig frábærlega hingað til og hann verðskuldar að spila reglulega. Hann hefur verið stórkostlegur svo þetta veltur á mér að nýta tækifærið þegar ég spila og þrýsta á hann eins mikið og ég get."
Athugasemdir
banner
banner