Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 26. október 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
Rooney ætlar ekki að fara
Powerade
Rooney ætlar ekki að fara samkvæmt slúðrinu.
Rooney ætlar ekki að fara samkvæmt slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn úr ensku blöðunum er með áhugaverður sögur í dag eins og fyrr daginn.



Wayne Rooney er ákveðinn í að vera áfram hjá Manchester United. Hinn 31 árs gamli Rooney ætlar að slá markamet Sir Bobby Charlton hjá félaginu. Rooney vantar fjögur mörk til að ná metinu en það er 249 mörk. (Sun)

Rooney verður að fara frá United ef hann ætlar að fara með enska landsliðinu á HM 2018. Þetta segir Alan Shearer. (Sun)

Agustin Davila, 17 ára framherji frá Úrúgvæ, er opinn fyrir því að fara til Liverpool eftir tveggja vikna reynslutímabil hjá félaginu. (International Business Times)

Manchester United, Chelsea og í kringum 90 önnur félög hafa fylgst með Alexander Isak, 17 ára framherja AIK í Svíþjóð. Hann hefur verið kallaður næsti Zlatan. (Sun)

Naby Keita, miðjumaður Red Bull Leipzig, segist hafa hafnað Arsenal og Liverpool til að fara til þýska félagsins í sumar. (Evening Standard)

Ryan Giggs er líklegastur til að taka við WIgan eftir að Gary Caldwell var rekinn. (ESPN)

Wigan og Wolves eru bæði að skoða Marco Silva, fyrrum þjálfara Olympiakos. (Daily Mail)

Owen Hargreaves, fyrrum miðjumaður Manchester United, trúir því ekki að Henrikh Mkhitaryan sé ekki inni í myndinni hjá Jose Mourinho. (Squawka)

Vetrarfrí kemur ekki í ensku úrvalsdeildina fyrr en í fyrsta lagi tímabilið 2024/2025. (Times)

Pep Guardiola er ennþá að venjast hraðanum í ensku úrvalsdeildinni sem og litlum tíma á milli leikja. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner