Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 26. október 2016 18:57
Jóhann Ingi Hafþórsson
Svíþjóð: Kári Árna orðinn sænskur meistari
Kári Árnason er orðinn meistari
Kári Árnason er orðinn meistari
Mynd: Getty Images
Nokkrir Íslendignar voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Kári Árnason og félagar hjá Malmö unnu 3-0 sigur á Falkenbergs og tryggðu sér í leiðinni sænska titilinn þar sem Norrköping tapaði 2-1 fyrir Elfsborg. Viðar Örn Kjartansson er einnig sænskur meistari en hann skoraði 14 mörk fyrir Malmö á leiktíðinni, áður en hann færði sig yfir til Maccabi Tel Aviv í Ísrael. Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn fyrir Norrköping.

Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason voru allir í byrjunarliði Hammarby sem tapaði 2-0 fyrir Östersunds. Ögmundur og Arnór spiluðu allan leikinn en Birkir Már fór meiddur af velli eftir korter.

Malmö er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner