mið 26. nóvember 2014 17:00
Magnús Már Einarsson
Dómstóll ÍSÍ ógildir ákvörðun aðalstjórnar HK
HK-ingar fagna marki í sumar.
HK-ingar fagna marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Dómstóll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur ógilt þá ákvörðun aðalstjórnar HK frá 20. maí síðastliðinn að víkja stjórn knattspyrnudeildar félagsins frá og að taka yfir stjórn deildarinnar tímabundið.

Málsatvik og málabunaður kæranda
Kærandi vísar til þess að á aðalfundi knattspyrnudeildar HK, sem haldinn var 11. mars sl., var fimm manna stjórn deildarinnar kosin og kærandi (Þórir Bergsson) kosinn formaður í samræmi við 13. gr. laga félagsins en auk þess skipa stjórnina formenn flokksráða deildarinnar og formaður barna og unglingaráðs deildarinnar. Í framhaldi af stjórnarfundi þann 14. apríl sl., sögðu tveir stjórnarmenn sig úr stjórn deildarinnar. Skömmu síðar sagði formaður barna og unglingaráðs sig úr stjórninni.

Það er síðan kærði (aðalstjórn HK) sem á fundi sínum þann 20 maí sl., tekur þá ákvörðun að víkja rétt kjörinni stjórn knattspyrnudeildar frá og taka sjálf yfir stjórn deildarinnar. Í rökstuðningu sínum fyrir þessari ákvörðun sem barst kæranda daginn eftir er sagt að vegna samstarfsörðugleika í stjórn knattspyrnudeildar og þess að 4 af 8 stjórnarmönnum hafi sagt af sér beri kærða að taka að sér stjórn knattspyrnudeildar.

Þessu mótmælir kærandi og telur stjórnina rétt kjörna á síðast aðalfundi deildarinnar, stjórnin fari með daglegan rekstur deildarinnar milli aðalfunda og að enginn heimild sé í lögum félagsins til að víkja rétt kjörinni stjórn frá störfum og skipa deildinni nýja stjórn án aðkomu aðalfundar deildarinnar, sem hafi æðsta vald í málendum deildarinnar. Með vísan til alls þessa krefst kærandi þess að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi.

Smelltu hér til að sjá dóminn í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner