Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. nóvember 2014 14:30
Elvar Geir Magnússon
Drogba: Þurfum bikara til að sýna hve gott lið við erum
Drogba hefur séð þetta allt áður.
Drogba hefur séð þetta allt áður.
Mynd: Getty Images
Didier Drogba telur að núverandi lið Chelsea sé öflugra sóknarlega en liðið sem vann ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina þegar hann var fyrst hjá félaginu.

Hann segir að liðið þurfi þó að ná því öllu besta fram og vinna titla.

Drogba hjálpaði Chelsea að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar með því að skora eitt af mörkunum í 5-0 sigri gegn Schalke í gær.

„Chelsea hefur alltaf haft það orðspor að leggja sig fram og berjast, okkur hefur verið líkt við vél með mikla vinnusemi. Þetta lið er ekki undantekning á því en við höfum enn meiri gæði sóknarlega, spilamennskan er betri og gæði sendinga er meiri," segir Drogba.

„Það eru fleiri skapandi leikmenn og því skemmtilegra að horfa á liðið spila. Mikilvægast af öllu er samt að vinna titla, liðið getur ekki talist gott nema það vinni stóra bikara. Þá fyrst getum við borið það saman við fyrri lið."

Chelsea er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið er sex stigum á undan Southampton sem er í öðru sæti.

Ryan Giggs, aðstoðarstjóri Manchester United, talaði um það í gær að Chelsea væri í sérflokki á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner