Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. nóvember 2014 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Grobbelar líkir Mignolet við Drakúla
Simon Mignolet
Simon Mignolet
Mynd: Getty Images
Bruce Grobbelar, fyrrum markvörður Liverpool á Englandi, er allt annað en sáttur með Simon Mignolet, markvörð félagsins en hann segist vera með fullkomna lausn á vandamáli Liverpool.

Grobbelar ræddi við BBC um vandamál Liverpool og sá hann það augljósa, Simon Mignolet, sem fékk á sig 52 mörk á síðasta tímabili.

,,Lið sem hleypir á sig 52 mörk á tímabili á tímabili á ekki að vera í öðru sæti í fyrsta lagi. Það tók enginn eftir því af því Suarez og Sturridge skoruðu svo mikið. Þeir verða að fá markvörð sem getur komið í veg fyrir að boltinn fari inn," sagði Grobbelar.

Hann líkti honum við Drakúla en þar á hann við að Mignolet heldur sig of mikið inni í markmannsteignum. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner