Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 26. nóvember 2014 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalska landsliðið fylgist með Dybala og Vazquez
Mynd: Getty Images
Antonio Conte landsliðsþjálfari Ítalíu segir landsliðið vera að fylgjast með leikmönnum með tvöfaldan ríkisborgararétt.

Það eru sífellt fleiri leikmenn sem ákveða að leika ekki landsleiki með uppeldislandi sínu þar sem Diego Costa og Aron Jóhannsson eru góð dæmi.

Conte hefur sérstakan áhuga á tveimur Argentínumönnum sem eru leikmenn Palermo, Paulo Dybala (21 árs) og Franco Vazquez (25 ára).

,,Ég hef starfað með nokkrum leikmönnum Palermo og við hjá landsliðinu höfum mikinn áhuga á Dybala og Vazquez," sagði Conte við Sky Italia.

,,Þeir eru að eiga gott tímabil með Palermo og það kemur mér ekki á óvart. Við fylgjumst með öllum sem gætu spilað fyrir ítalska landsliðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner