Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. nóvember 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: Eyjafréttir 
Jói Harðar: Þórarinn vildi fara í lið sem getur barist um titla
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég tel okkur hafa nokkuð góða stjórn á hlutunum, það er ekkert sem hefur komið á óvart hvað varðar leikmannamálin. Við vissum að það væri líklegt að Brynjar Gauti myndi yfirgefa liðið og að þó nokkrar líkur væru á því að Þórarinn myndi yfirgefa liðið,“ sagði Jóhannes Harðarson þjálfari ÍBV í samtali við Eyjafréttir í gær.

Brynjar Gauti Guðjónsson gekk til liðs við Stjörnuna í gær á meðan Þórarinn Ingi Valdimarsson samdi við FH. Jóhannes sagði að mikil eftirsjá væri eftir báðum leikmönnunum en sérstaklega Þórarni.

„Við litum á Þórarinn sem lykilmann og ætluðum að byggja á honum, en hann var ekki tilbúin í aðra uppbyggingu með liðinu. Hann hafði gert okkur ljóst að hann vildi fyrst og fremst fara út í atvinnumennsku sem er skiljanlegt."

,,Þegar ég ræddi við hann fyrir stuttu tjáði hann mér að hann vildi fara í lið sem væri að berjast um titla og taldi ÍBV ekki vera í þeim hópi á næsta tímabili. Við fengum svo gott tilboð frá FH og þetta varð niðurstaðan, tilboðið var þess eðlis að við fáum svigrúm núna til að leita eftir öðrum leikmanni jafnvel tveim."

Athugasemdir
banner
banner
banner