Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. nóvember 2014 12:12
Magnús Már Einarsson
Heimild: Morgunblaðið 
Kristinn Steindórs til Þýskalands?
Kiddi Steindórs gæti verið á leið í þýska boltann.
Kiddi Steindórs gæti verið á leið í þýska boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson gæti verið á leið í þýsku B-deildina en hann er að skoða aðstæður hjá FSV Frankfurt. Þetta kemur fram á mbl.is í dag.

Hinn 24 ára gamli Kristinn var næstmarkahæsti leikmaður Halmstad á nýliðnu tímabili en samningur hans við sænska félagið er að renna út.

Halmstad vill halda Kristni en hann reiknar einnig með að fá tilboð frá FSV Frankfurt.

„Miðað við hvernig þeir töluðu áður en þeir buðu mér hingað þá býst ég við því. Þeir voru alla vega mjög já­kvæðir. Það er búið að fylgj­ast með mér og þeir vita al­veg hvernig leikmaður ég er,“ sagði Krist­inn við mbl.is en hann reiknar með að fara frá Halmstad.

„Maður er að leita að næsta skrefi og lang­ar að prófa eitt­hvað nýtt. Ég von­ast til að fá mín mál á hreint fljót­lega."

FSV Frankfurt er með 15 stig í 13. sæti af þeim 18 liðum sem spila í þýsku B-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner