mið 26. nóvember 2014 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Arsenal fær Dortmund í heimsókn
Mynd: Getty Images
Fimmtu umferð Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld með öflugum leikjum en hæst ber að nefna leik Arsenal og Borussia Dortmund.

Liverpool berst fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni en liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda gegn Ludogorets.

Real Madrid er komið áfram en hin þrjú liðin berjast um síðasta sætið í 16-liða úrslitunum. Basel er með 6 stig en Liverpool og Ludogorets 3.

Atletico Madrid þarf á sigri að hada gegn Olympiakos til að tryggja sig áfram í 16-liða úrslitin og þá getur Juventus farið langleiðina með það einnig.

Anderlecht er með smá vonarneista. Liðið þarf sigur gegn Galatasaray í kvöld og treysta á að Arsenal tapi fyrir Dortmund en ef það gerist ekki þá eru vonir liðsins um að komast áfram úr sögunni.

A-riðill:
19:45 Atletico Madrid - Olympiakos
19:45 Malmö FF - Juventus

B-riðill:
19:45 Ludogorets - Liverpool (Stöð 2 Sport 3)
19:45 Basel - Real Madrid (Stöð 2 Sport 4)

C-riðill:
17:00 Zenit - Benfica (Stöð 2 Sport)
19:45 Bayer Leverkusen - Monaco

D-riðill:
19:45 Anderlecht - Galatasaray
19:45 Arsenal - Borussia Dortmund (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner