Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 26. nóvember 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Messi um metið: Þetta er yndislegt
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, framherji Barcelona á Spáni, var hæstánægður eftir 0-4 sigur liðsins á APOEL í Meistaradeild Evrópu í gær en hann sló markamet Meistaradeildar Evrópu og er nú markahæsti leikmaður keppninnar frá upphafi.

Messi skoraði þrennu gegn APOEL í gær en það var fyrsta mark hans sem hafði mestu þýðinguna.

Hann, Raúl og Cristiano Ronaldo voru allir jafnir fyrir leikinn í gær með 71 mark en Messi sló það í gær.

,,Það að slá þetta met í þessari keppni er yndislegt. Þetta var samt mikilvægur leikur hjá okkur og mikilvægt fyrir okkur að ná í þrjú stig, það er það sem skiptir mestu," sagði Messi.
Athugasemdir
banner
banner